Ofurhlaupararnir og vinirnir Börkur Reykjalín og Gunnar Viðar ætla að efna til áheitahlaups um
helgina til styrktar Píeta samtökunum. Þeir félagar ætla sér að hlaupa 104 km á 400 metra
hlaupabraut á Varmárvelli í Mosfellsbæ núna á laugardaginn, 23. Janúar, næstkomandi. Með
hlaupinu er ætlunin að vekja áhuga á og styrkja starfsemi Píeta samtakanna eins og fyrr segir.
Píeta samtökin eru góðgerðasamtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, sjálfsskaða og
styðja við aðstandendur. Síðastliðið ár hefur álagið á samtökunum þrefaldast og nýtast allir
styrkir beint í starfsemina. „Það er alltaf jafn gaman þegar fólk hugsar til okkar og finnur leiðir til
minna á okkur og styrkja okkar starf“ segir Inga María Hjartadóttir verkefna og kynningarstjóri
Píeta samtakanna.
Hlaupið mun hefjast klukkan 06.00 og stefna hlaupararnir á að klára 8 km á hverjum klukkutíma.
„Við hvetjum sem flesta til að koma og hlaupa með okkur“ segir Börkur. En í þeim tilgangi hefur
verið hafin sala á hverri klukkustund á https://pieta.is/verslun/. Þar geta þeir sem áhuga haf
keypt eina klukkustund eða fleiri, en þetta er gert til að fylgja eftir þeim fjöldatakmörkunum sem
eru í gildi. Þeir sem ekki hafa tök eða áhuga að hlaupa bendum við á reikningsnúmer
samtakanna fyrir frjáls framlög 0301-26-041041, KT: 410416-0690
„Með hlaupinu viljum við leggja okkar að mörkum til að vekja athygli á Píeta samtökunum og
vonandi safna einhverjum peningum fyrir samtökin í leiðinni, enda eru þau algerlega rekin fyrir
söfnunarfé og styrkjum.“ Segir Börkur Reykjalín annar hlauparana.
„Fyrir okkur er hreyfingin besta geðlyfið og langar okkur því að hvetja fólk til að fara út og hreyfa
sig og taka þátt í hvatningarleik“ segir Börkur . Leikurinn er þannig uppbyggður að þátttakendur
taka mynd af sér við útiveru eða hreyfingu og pósta á Instagram Story merkt @BRBADV og
@PIETASAMTOKIN. Dregið verður um frábæra vinninga frá Hraunsnef Sveitahótel,
Bætiefnabúllunni, OTSport, Hlaupár, Víkingamótunum, Progastro og fleirum.
Nánari upplýsingar má finna á www.brbadventure.is og https://fb.me/e/3TvCogTwM
Fyrir nánari upplýsingar fyrir hlaup má hafa samband við
Börk Reykjalín Brynjarsson hlaupara 7707300
Meðan á hlaupinu stendur má hafa samband við
Þórir Erlingsson aðstoðarmann hlaupara. 8928003
Með góðri kveðju
Börkur Reykjalín Brynjarsson
Comments