top of page
  • borkurbry

Hlaupum til góðs - Píeta

Updated: Jan 21, 2021




Þann 9. Janúar næstkomandi ætlum við Gunnar Viðar að taka á okkur áskorun og með því vekja athygli á starfi Píeta samtakana á Íslandi.

Píeta samtökin eru góðgerðasamtök rekin af sjálfboðaliðum. Þau sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur og eftirlifendur. Í núverandi ástandi hefur álagið á félaginu þrefaldast enda aðstæður góðar til að auka sálræna krankleika.


Áskorunin sem við ætlum að taka okkur fyrir hendur er 100 km hlaup á 400 m hlaupabraut á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Við ætlum að hefja hlaupið kl 6 um morgun og stefnum á að klára 8 km á hverjum klukkutíma. Ef við klárum átta kílómetrana á skemmri tíma en 60 mínútum munum við hvíla og næra okkur í þær mínútur sem við eigum inni og hefja svo næstu átta kílómetra á heila tímanum.


Með hlaupinu viljum við ekki bara vekja athygli á Píeta samtökunum heldur líka safna nokkrum aurum fyrir samtökin enda eru þau algerlega rekin fyrir söfnunarfé og styrkjum. Hjá Píeta starfar fólk með viðeigandi menntun og reynslu svo hægt sé að veita sem besta þjónustu. Við meðferðarvinnu starfar aðeins fólk með viðurkennda menntun og opinber starfsleyfi á sviði sálfræði eða geðheilbrigðis auk að minnsta kosti tveggja ára reynslu af klínískri vinnu.


Auk þessa langar okkur líka bara að hvetja fólk til að hreyfa sig enda er það eitt það albesta sem við gerum fyrir geðið hjá okkur sjálfum. En þegar maður hreyfir sig framleiðir líkaminn hormón sem veitir manni betri líðan.

Hægt verður að taka þátt í hlaupinu með því að skrá sig á ákveðna tíma enda eru fjöldatakmarkanir enn í glidi. En við leggjum upp með að þeir sem vilja taka þátt í haupinu greiða fyrir það 2000 kr og geta þá hlaupið með okkur í klukkutíma.


6 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page